Skip to main content

Fyrir söluaðila

Sauðagull framleiðir ost, konfekt og ís úr sauðamjólk sem og Gúdd Ís, sem er hefðbundin ís úr kúamjólk, sorbet eða aðrar vegan-ístegundir.

Við erum eini ísframleiðandinn á Austurlandi. Við ísgerðina eru aðeins notuð náttúruleg og „hrein“ hráefni. Ísinn okkar er án tilbúinna bragðefna, litarefna eða rotvarnarefna. Ísinn okkar er gerður samkvæmt ítölsku gelato-hefðinni.

Ísgerðin hófst árið 2021. Síðan hefur ísinn okkar notið vinsælda á austfirskum veitingastöðum á borð við Hótel Blábjörg, Hildibrand Hotel og Nielsen Restaurant.

Umsagnir viðskiptavina styðja við framleiðsluna. Þeir segja okkur oft að ísinn sé sá besti sem þeir hafi smakkað á ævinni.

„Besti sorbert sem ég hef smakkað“ – Auður Vala Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Blábjarga.
„Cappuccino ísinn er bilaðslega góður – Hákon Hildibrand, framkvæmdastjóri Hildibrand Hotel.

Ef þú ert með veitingastað eða verslun sem hefur áhuga á að fá ísinn okkar á matseðilinn eða til sölu þá erum til í það. Við erum einnig til í að þróa ístegundir fyrir þinn veitingastað með þínu hráefni.

Endilega hafið samband ef áhugi er fyrir hendi!


Hafa samband