Skip to main content

Um sauðamjólk

Sauðamjólk er trúlega ein vanmetnasta mjólk veraldar. Þótt mun minna sé framleitt af henni á heimsvísu en kúamjólk má samt jafnfel flokka hana sem ofurfæðu. Á Íslandi var hún mikið nýtt fram um aldamótin 1900 og unnið úr henni skyr, smjör og fleira. Heimili sem nýttu sauðamjólk voru talin rík þar sem næring heimilisfólks var oft betri. (Mjólk í mat, 2016).

Lesið meira hér um gagnsemi sauðamjólkur og nýtingu hennar á Íslandi.

Sauðamjólk

Kindur hafa verið mjólkaðar um allan heim í þúsundir ára og vísbendingar eru um að skipulögð nyt þeirra séu mun eldri en nautgripa. Enn í dag eru meira en 100 milljón kindur aldar til mjalta.

“Á íslandi voru flestar íslenskar ær mjólkaðar Fram undir aldamótin 1900. Þau voru mjólkaðar í níu til þrettán vikur, frá miðjum júní og fram á haust. Til að byrja með voru lömbin stíuð frá ánum yfir nóttina í svokölluðum stekk og ærnar mjólkaðar að morgni áður en þær fengu lömbin aftur. Var þetta tímabil kallað stekktíð. Lömbin voru síðan vanin undan ánum fimm til átta vikna gömul og Sími / Tel: +354 516-5000 | Kt: 580113-0520 | rml@rml.is | www.rml.is The Icelandic Agricultural Advisory Centre | Iceland rekin til fjalla fljótlega eftir það. Ærnar voru upp frá því þessu mjókaðar tvisvar á dag í kvíum fram á haust.

Eins og vænta má komu fráfærulömbin lítil og rýr af fjalli um haustið með þessu búskaparlagi. Var stór hluti þeirra settur á vetur ef hægt var og flestir hrútar gerðir að sauðum jafnvel strax að vori. Kindakjötsneysla fyrri alda byggðist fyrst og fremst á kjöti af veturgömlu eða eldra fé. Sauðamjólkin var almennt notuð til smjörgerðar enda fiturík. Úr undanrennunni var gert skyr og talsvert féll þá til af mysu. Úr sauðamjólk voru einnig gerðir mysuostar og mjólkurostar. Miðað var við að úr 15 lítrum af mjólk mætti gera 1 kg af smjöri. Til eru upplýsingar um meðalnyt íslenskar áa frá upphafi 20. aldar og virðist hver ær hafa mjólkað 40-50 lítar yfir sumarið. Ef miðað er við að þær hafi verið mjólkaðar frá miðjum júní og fram í miðjan september eða í um 90 daga gerir þetta um 0,45-0,55 lítra dagsnyt. Fráfærur lögðust af á ótrúlega skömmum tíma snemma á 20. öld hér á landi. Jafnframt má segja að áður almenn verkkunnátta við sauðamjaltir og mjólkurvinnslu hafi glatast.” (RML…)

Nokkur áhugi hefur vaknað fyrir því hérlendis að nýta sauðamjólk á ný. Fáein tilraunaverkefni fóru af stað en ekkert þeirra náði almennilegri fótfesti þannig að sauðamjólkurvörur yrðu hluti af íslenskri matvælagerð.

Á árunum 1996-1997 stóð Sveinn Hallgrímsson á Hvanneyri fyrir tilraun þar sem fært var frá ám um miðjan júlí og þær mjólkaðar fram í ágústlok

Sérstakt átaksverkefni um nýtingu sauðamjólkur var í gangi á árunum 2004-2010. Nokkrir bændur tóku þátt í því og voru þeir aðallega að mjólka ærnar seinnipart sumarsins og út september, sumir mjólkuðu ekki nema í fáeinar vikur síðsumars eftir að lömbin voru tekin undan ánum. Í þessu átaksverkefni fengu bændur talsverðan styrk á hvern framleiddan mjólkurlíter þar sem afurðastöðin treysti sér ekki til að borga ásættanlegt verð. Styrkur var því í raun forsenda þessarar framleiðslu og varð ekki framhaldi á samstarf bænda og MS þegar verkefninu lauk þó örfá dæmi séu um framleiðslu á sauðamjólk eftir þetta, á öðrum forsendum. Bændur í Akurnesi í A-Skaft mjólkuðu um 50 tvílembur í tvö sumur. Þeir fengu tilskilin leyfi til að gera ost úr mjólkinni heima á búinu og sáu sjálfir um að söluna en hættu við eftir 2 ár.” (RML…)

Síðan er það Sauðagull, fyrsta og eina íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu matvæla úr sauðamjólk. Það hefur vakið talsverða athygli en eitt af markmiðum okkar er að kynna sauðamjólk sem hollt, næringarríkt og bragðgott hráefni fyrir Íslendingum og öðrum til að styðja við íslenska sauðfjárrækt.

Gagnsemi sauðamjólkar

Sauðamjólk er ofurfæða! Hún er ein næringarríkasta mjólk heims. Aðeins mjólk kameldýra og vatnabuffalóa er næringarríkari.

Vitað er að sauðamjólk er og hefur:

  1. Meira af vítamínum A, B6 og B12,C, D og E en kúamjólk
  2. Meira af steinefnum eins og kalki, magnesíum, fosfór, sinki og fleirum (New Zealand Sheep milk – Mineral composition, Burrow, Carne, researchgate.net)
  3. Tvöfalt meira af góðum fitusýrum eins og Omega 3 og 6 heldur en kúamjólk.
  4. Einfaldari mjólk – fitusprengd frá náttúrunnar hendi

Fyrir okkur hjá Sauðagulli þýðir þetta að við fáum um það bil tvöfalt meiri ost úr hverjum lítra af sauðamjólk, samanborið við kúa- eða geitamjólk. Þurrefnainnihald sauðamjólkur er 18-25% en 9-10% í hinum.


Fyrir neytanda sauðamjólkur þýðir þetta: Ef drukkin eru tvö glös af mjólk eða borðuð 93 grömm af sauðaosti dugir það til að fullnægja daglegri þörf af kalki, ríbóflavíni og fimm af tíu nauðsynlegum amínósýrum. Einn lítri af sauðamjólk fullnægir daglegi þörf mannfólks af prótíni, átta nauðsynlegum vítamínum, kalki, fosfór og nokkrum öðrum nauðsynlegum steinefnum.


Þótt þú hafir ofnæmi fyrir laktósa getur vel verið að þú þolir samt sauðamjólkurvörur.


Síðan hafa komið fram vísbendingar í rannsóknum um:


Vegna þess er að meira af góðum fitusýrum og fitusýrum með meðallangar keðjur, fitusprengingarinnar og annarra lífvirkra efna í sauðamjólk þá er hún talin stuðla að:

  • Hærri upptöku kalks
  • Lækkun kólesteróls og þar með minni líkum á hjartasjúkdómum
  • Lægri blóðþrýstingi
  • Auðveldari þyngdarstjórnun
  • Forvörnum gegn krabbameini og jafnvel endurbótum á skemmdum frumum
  • Auðveldari meltingu en kúamjólk
  • Rétt er að taka fram að þessar fullyrðingar eru ekki vísindalega sannaðar enn en sífellt meiru er varið til rannsókna þessara eiginleika sauðamjólkur.

Heimildir:

  • https://kingsmeadecheese.co.nz/pages/health
  • El-Zahar, K., Sithoy, M., Choiset, Y., Metro, F., Haertle, T., Chobert, J.M., 2005. Pepticnhydrolysis of ovine β -lactoglobulin and α-lactalbumin-exceptional susceptibility of native ovine β-lactoglobulin to pepsinolysis. Int. Dairy J. 15, 17-27.
  • Geerlings, A., Villar, I.C., Hidalgo Zarco, F., Sanchez, M., Vera, R., Zafra Gomez,A., Boza, J., Duarte, J., 2006. Identification and characterisation of novel angiotensin- converting enzyme inhibitors obtained from goat milk. J. Dairy Sci. 89, 3326-3335.
  • Michaelidou, A.M. (2008) Factors influencing nutritional and health profile of milk and milk products. Small Ruminant Research, 79, 42-50.
  • Mills, O,. 1989. Practical Sheep Dairying. Thorsons, Wellingborough. Quoted in: Health benefits of Sheep’s milk. 2009. Retrieved from: www.sasheepdairy.co.za/benefits.html, August 2009.
  • St-Onge, M.P., Jones, P.J.H., (2002). Physiological Effects of Medium-Chain Triglycerides: Potential Agents in the Prevention of Obesity. The American Society for Nutritional Sciences Journal of Nutrition. 132:329-332

Saga nýtingar á íslandi

Kindur hafa verið mjólkaðar um allan heim í þúsundir ára og vísbendingar eru um að skipulögð nyt þeirra séu mun eldri en nautgripa. Enn í dag eru meira en 100 milljón kindur aldar til mjalta.

Í samantekt Rannsóknamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) um sögu sauðamjalta á Íslandi segir meðal annars:

„Á íslandi voru flestar íslenskar ær mjólkaðar fram undir aldamótin 1900. Þau voru mjólkaðar í níu til þrettán vikur, frá miðjum júní og fram á haust. Til að byrja með voru lömbin stíuð frá ánum yfir nóttina í svokölluðum stekk og ærnar mjólkaðar að morgni áður en þær fengu lömbin aftur. Var þetta tímabil kallað stekktíð. Lömbin voru síðan vanin undan ánum fimm til átta vikna gömul og rekin til fjalla fljótlega eftir það. Ærnar voru upp frá því þessu mjólkaðar tvisvar á dag í kvíum fram á haust.

Sauðamjólkin var almennt notuð til smjörgerðar enda fiturík. Úr undanrennunni var gert skyr og talsvert féll þá til af mysu. Úr sauðamjólk voru einnig gerðir mysuostar og mjólkurostar. Til eru upplýsingar um meðalnyt íslenskar áa frá upphafi 20. aldar og virðist hver ær hafa mjólkað 40-50 lítra yfir sumarið. Ef miðað er við að þær hafi verið mjólkaðar frá miðjum júní og fram í miðjan september eða í um 90 daga gerir þetta um 0,45-0,55 lítra dagsnyt. Fráfærur lögðust af á ótrúlega skömmum tíma snemma á 20. öld hér á landi. Jafnframt má segja að áður almenn verkkunnátta við sauðamjaltir og mjólkurvinnslu hafi glatast.”

Nokkur áhugi hefur vaknað fyrir því hérlendis að nýta sauðamjólk á ný. Fáein tilraunaverkefni fóru af stað en ekkert þeirra náði almennilegri fótfestu þannig að sauðamjólkurvörur yrðu hluti af íslenskri matvælagerð. Áfram segir í samantekt RML:

„Á árunum 1996-1997 stóð Sveinn Hallgrímsson á Hvanneyri fyrir tilraun þar sem fært var frá ám um miðjan júlí og þær mjólkaðar fram í ágústlok
Sérstakt átaksverkefni um nýtingu sauðamjólkur var í gangi á árunum 2004-2010. Nokkrir bændur tóku þátt í því og voru þeir aðallega að mjólka ærnar seinnipart sumarsins og út september, sumir mjólkuðu ekki nema í fáeinar vikur síðsumars eftir að lömbin voru tekin undan ánum. Í þessu átaksverkefni fengu bændur talsverðan styrk á hvern framleiddan mjólkurlítra þar sem afurðastöðin treysti sér ekki til að borga ásættanlegt verð. Styrkur var því í raun forsenda þessarar framleiðslu og varð ekki framhaldi á samstarf bænda og MS þegar verkefninu lauk þó örfá dæmi séu um framleiðslu á sauðamjólk eftir þetta, á öðrum forsendum. Bændur í Akurnesi í A-Skaft mjólkuðu um 50 tvílembur í tvö sumur. Þeir fengu tilskilin leyfi til að gera ost úr mjólkinni heima á búinu og sáu sjálfir um að söluna en hættu við eftir 2 ár.”

Síðan er það Sauðagull, fyrsta og eina íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu matvæla úr sauðamjólk. Það hefur vakið talsverða athygli en eitt af markmiðum okkar er að kynna sauðamjólk sem hollt, næringarríkt og bragðgott hráefni fyrir Íslendingum og öðrum til að styðja við íslenska sauðfjárrækt.
Lesið meira hér og í bloggið um okkar sögu.