Fyrir okkur hjá Sauðagulli þýðir þetta að við fáum um það bil tvöfalt meiri ost úr hverjum lítra af sauðamjólk, samanborið við kúa- eða geitamjólk. Þurrefnainnihald sauðamjólkur er 18-25% en 9-10% í hinum.
Fyrir neytanda sauðamjólkur þýðir þetta: Ef drukkin eru tvö glös af mjólk eða borðuð 93 grömm af sauðaosti dugir það til að fullnægja daglegri þörf af kalki, ríbóflavíni og fimm af tíu nauðsynlegum amínósýrum. Einn lítri af sauðamjólk fullnægir daglegi þörf mannfólks af prótíni, átta nauðsynlegum vítamínum, kalki, fosfór og nokkrum öðrum nauðsynlegum steinefnum.
Þótt þú hafir ofnæmi fyrir laktósa getur vel verið að þú þolir samt sauðamjólkurvörur.
Síðan hafa komið fram vísbendingar í rannsóknum um:
Vegna þess er að meira af góðum fitusýrum og fitusýrum með meðallangar keðjur, fitusprengingarinnar og annarra lífvirkra efna í sauðamjólk þá er hún talin stuðla að:
- Hærri upptöku kalks
- Lækkun kólesteróls og þar með minni líkum á hjartasjúkdómum
- Lægri blóðþrýstingi
- Auðveldari þyngdarstjórnun
- Forvörnum gegn krabbameini og jafnvel endurbótum á skemmdum frumum
- Auðveldari meltingu en kúamjólk
- Rétt er að taka fram að þessar fullyrðingar eru ekki vísindalega sannaðar enn en sífellt meiru er varið til rannsókna þessara eiginleika sauðamjólkur.
Heimildir:
- https://kingsmeadecheese.co.nz/pages/health
- El-Zahar, K., Sithoy, M., Choiset, Y., Metro, F., Haertle, T., Chobert, J.M., 2005. Pepticnhydrolysis of ovine β -lactoglobulin and α-lactalbumin-exceptional susceptibility of native ovine β-lactoglobulin to pepsinolysis. Int. Dairy J. 15, 17-27.
- Geerlings, A., Villar, I.C., Hidalgo Zarco, F., Sanchez, M., Vera, R., Zafra Gomez,A., Boza, J., Duarte, J., 2006. Identification and characterisation of novel angiotensin- converting enzyme inhibitors obtained from goat milk. J. Dairy Sci. 89, 3326-3335.
- Michaelidou, A.M. (2008) Factors influencing nutritional and health profile of milk and milk products. Small Ruminant Research, 79, 42-50.
- Mills, O,. 1989. Practical Sheep Dairying. Thorsons, Wellingborough. Quoted in: Health benefits of Sheep’s milk. 2009. Retrieved from: www.sasheepdairy.co.za/benefits.html, August 2009.
- St-Onge, M.P., Jones, P.J.H., (2002). Physiological Effects of Medium-Chain Triglycerides: Potential Agents in the Prevention of Obesity. The American Society for Nutritional Sciences Journal of Nutrition. 132:329-332