Skip to main content

Okkar arfleið – ykkar eftirlæti

Sauðagull er fyrsta fyrirtækið á íslandi sem sérhæfir sig í matvælaframleiðslu úr íslenska sauðamjólk.

Einnig erum við eini framleiðandi íss sem byggir á náttúrulegum hráefnum á Austurlandi auk þess að reka matarvagn við Hengifoss.

Við leggjum áherslu á að endurvekja gamalt matarhandverk, að nota hágæða hráefni úr okkar nánasta umhverfi og að bjóða viðskiptavinum eftirminnilegar upplifanir.

sauðamjólkurvörur

Sumargullið okkar og fyrsti sauðamjólkurísinn á Íslandi – gerður úr náttúrulegu og staðbundu hráefni á Austurlandi!

ÍS

Svona á hann að vera – osturinn okkar er eins og grískur fetaostur – bragðmikill og mjúkur.

Ostur

Njótum saman og gefum. Karamella úr mysu, hjúpuð belgísku súkkulaði. Konfektið er gert og pakkað inn í höndunum.

Konfekt

Gúdd Ís (var Hengifoss ís)

Upplifðu hvernig ís á í raun að bragðast með handgerða Gúdd Ísnum okkar! Alvöru bragð sem byggir á aðeins hreinum og náttúrulegum hráefnum. Tilbúin bragðefni, litarefni eða viðbætt rotvarnarefni eiga ekki heima í ísnum okkar.

Við höfum ástríðu fyrir ísgerð. Gúdd Ísinn okkar er ís sem við framleiðum án sauðamjólkur. Í staðinn bjóðum við upp á ís úr kúamjólk, ávaxtasorbet og veganís. Bragðaðu muninn!

Cappuccino

Mangó

Hindberja

    Hengifoss Matarvagn

    Hengifoss Food Truck er matarvagn sem býður upp á vöfflur, ís og súpu við Hengifossárgil.

    Vagninn stendur utan við gilið, gegnt bílaplaninu þar sem lagt er áður en gengið er upp að Hengifossi. Við þjónustum þau sem koma svöng niður, eða vilja fá sér orkuskot áður en lagt er á brattann. Við bjóðum vöfflur eftir uppskriftinni hennar ömmu, matarmiklar súpur og rómaðan ís, þar með talið eina sauðamjólkurísinn á Íslandi. Allt þetta gerum við sjálf og ferskt.